Monday, July 2, 2012

Sumar-vísó-vinnó

Ég hef nú fengið sumarvinnu við Vísindavef Háskóla Íslands og því mun ég í sumar að miklu leyti beina þörf minni til að skrifa um stærðfræðileg og vísindaleg mál í þann farveg. Þó ætla ég að halda áfram eftir bestu getu að færa hér inn mál af því tagi sem mér þykja skemmtileg, áhugaverð eða mikilvæg.

Fyrir þá sem ekki vita er Vísindavefurinn vettvangur til að senda inn ýmsar spurningar sem kunna að brenna á fólki, sem er þá svarað ýmist af áhugafólki eða sérfróðum eftir tilefni og svörin svo birt á vefnum. Vefurinn er uppfærður alla virka daga með nýjum svörum og ég hvet lesendur til að skoða hann reglulega — eða senda inn spurningar finni þeir ekki réttu svörin þar fyrir.

Evrópuvefurinn er líka rekinn í samvinnu við Vísindavefinn. Mín störf koma honum ekki beint við en mér þykir hann áhugavert verkefni, þótt hann sé enn í þróun.